1. „En ég bíð í röð, á rauðu ljósi, á eftir hinum fíflunum“ söng Magnús Eiríksson einhvern tímann. Öll könnumst við við þessa hræðilegu tilfinningu, að vera föst á rauðu ljósi þegar mikið liggur við. Ég hef kynnst þessu á ferðum mínum frá Háskóla Íslands upp í Morgunblaðshúsið við Rauðavatn. Af því tilefni spyr ég: hve mörg umferðarljós vegna gatnamóta þarf ég að fara yfir á þessari leið?
2. Við spyrjum um íslenskt skírnarnafn. Einn fyrrverandi varaformaður sjálfstæðisflokksins bar þetta nafn en líklega er öllum skítsama um það. Maður sem heitir þessu nafni keppti fyrir hönd Íslands í Júróvisjon á sínum tíma og stóð sig ágætlega. Annar landsþekktur tónlistarmaður sem nýlega steig fram á sjónarsviðið heitir þessu nafni sömuleiðis. Einhvern tímann var nú til veitingastaður með þessu nafni og þá er ónefndur kvikmyndaleikstjóri sem ber þetta nafn. Um hvaða íslenska skírnarnafn er spurt?
3. Sjónvarpsþættirnir Friends eru stórskemmtilegir og ættu að vera keppendum að góðu kunnir. Leikurunum úr þáttunum hefur hins vegar gengið misvel eftir þættina. Ég vil fá að vita tvennt; hver af Friends-leikurunum lék í Band of Brothers og hver þeirra leikur í þáttunum Cougar Town.
4. Við hættum ekki alveg strax í Friends. Ég vil fá að vita tvennt í viðbót. Hver af aðalleikurunum sex í Friends lék í kvikmyndinni Ace Ventura, og hver af þeim lék í kvikmyndinni Office Space.
5. Ég bið ykkur að líta á skjáinn, ekki í síðasta skipti í kvöld. Hér getur að líta úrslit úr C-riðli á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu árið 2004. Ég vil bara vita hvaða lið vann riðilinn.
6. Gretti sterka þekkja allir enda mikill víkingur og vaskur. Hann glímdi meðal annars við drauginn Glám og bjó í eyju nokkurri norður í landi. Ég vil vita þrennt. Hvers lenskur var draugurinn, hvað heitir eyjan sem Grettir bjó í og hvað heitir körfuboltaliðið sem spilar í bænum sem er næst eyjunni.
7. Þá er komið að bakstrinum. Ég ætla nú að lesa upp uppskrift að venjulegri skúffuköku ÁN KREMS. Í upplestri mínum mun vanta eitt mikilvægt hráefni. Ég vil vita hvaða hráefni það er. Hefst þá lesturinn: Við þurfum 500 grömm af púðursykri, 500 grömm af hveiti, 250 grömm af smjörlíki, 2 egg, 3 desilítra mjólk og 2 teskeiðar lyftidufts.... og hvað?
8. Nú vil ég fá að vita hvaða skáldsaga eftir Halldór Laxness heitir sama nafni og ákveðið íþróttalið úr Kópavogi. Þess má geta að íþróttaliðið er ríkjandi Evrópumeistari í sinni grein.
9. Trailer: Nú ætla ég að sýna ykkur trailer úr bíómynd. Málið snýst einfaldlega um að segja mér fyrir hvaða bíómynd þessi trailer var gerður og hver lék aðal kvenhlutverkið.
10. Nú vil ég fá að vita hvaða vörumerki var verið að auglýsa í bandarísku sjónvarpi þegar þar heyrðist í fyrsta skipti svona auglýsinga-jingle eða slagorð, (eins og til dæmis „þeir halda þessu fram sem hafa á því vit, Harpa gefur lífinu lit“). Vörumerkið er í dag í eigu Colgate-Palmolive framleiðandans sem framleiðir hreinlætisvörur og tannkrem svo eitthvað sé nefnt. Við notum þetta vörumerki helst þegar við erum að þrífa eitthvað, og það ber sama heiti og liðið sem varð hollenskur meistari í knattspyrnu um daginn.
11. Jólin eru haldin hátíðleg hér á Íslandi og mikið gert úr aðfangadagskvöldi sem er þann 24. desember. Fjölskyldur eru oft ansi vanafastar þegar kemur að þessu kvöldi og því getur það valdið miklum deilum þegar nýjar fjölskyldur verða til hvaða hefðir skuli í heiðri hafðar. Til dæmis er mjög mismunandi hvað fólk vill borða, en vinsælast hefur verið að fá sér svínahamborgarahrygg eða rjúpu. Ég vil núna vita tvennt, þ.e. hvað kvenkyns svínið heitir, og hvað karlkyns rjúpan heitir. (eins og til dæmis kvenkyns hundur heitir tík).
12. Bíólag: Þá skellum við okkur í smá bíólagaspurningu. Best að ítreka strax að ég vil fá nákvæmt svar við þessari spurningu. Við hlustum á lag, og ég vil vita úr hvaða bíómynd þetta lag er.
13. Smá stærðfræði. Segjum sem svo að ég eigi fötu sem rúmar 300 desilítra. Hvað þarf ég margar kippur af stórum bjór til þess að fylla hana?
HEYHÓ Þriggja stiga vísbendingaspurning:
A) Fyrsta vísbending. 3 stig. Við spyrjum um stað á Íslandi. Ekki búa margir á staðnum. Íbúafjöldinn er alla vega vel innan við 1.000 manns. Hann er hins vegar nokkuð vinsæll meðal íslenskra ferðamanna, og hefur alla vega verið mikið sóttur eina ákveðna helgi á ári í gegnum tíðina. Bærinn var sá fyrsti til að fá frystitogara í sinn flota, ef það segir einhverjum eitthvað, en þetta er sem sagt sjávarþorp. Ungmennafélagið Fram er staðsett á staðnum.
B) Önnur vísbending. 2 stig. Staðurinn tilheyrir norðvesturkjördæmi. Mörg af ágætustu hrossum landsins eru ættuð úr sveitinni í kring og eflaust er nokkuð um nautgripi á svæðinu ef mið er tekið af því hver frægasti einstaklingur staðarins er. Sé maður staddur á þessum stað og vilji ná sér í áfengi í vínbúð er styst að fara á Blönduós.
C) Þriðja vísbending. 1 stig. Þekktasti einstaklingur staðarins er þekktur fyrir lög sín um Lukku Láka og fleiri. Það er að sjálfsögðu kúreki norðursins, Hallbjörn Hjartarson. Hann rekur Kántríbæ á staðnum. Af nafni staðarins að dæma mætti ætla að hann væri á strönd sem er staðsett á skaga.
14. Í ljósi þess að nú er stjórnlagaþing að vinna að breytingum á stjórnarskránni sívinsælu geri ég ráð fyrir að fólk sé búið að skoða okkar ágætu stjórnarskrá. Ég spyr þess vegna, hvað eru margar greinar í fyrsta kafla stjórnarskráarinnar okkar?
15. Að margra mati snýst lífið um kellingar og bíla. Ég er einn þeirra manna. Ég vil því spyrja um tvennt, hvaða bíll er sá hraðskreiðasti í heiminum og hvaða ár var Unnur Birna kjörin fegursta kona heims?
16. Píanólag: Jæja, þá er komið að píanólaginu sívinsæla. Ég spila nú lag á píanó og bið ykkur að segja mér hvaða lag þetta er, með hvaða hljómsveit og á hvaða áratug það kom út fyrst.
17. Þá er það biblíuspurningin. Flestir þekkja faðir vorið ágætlega og ég vil vita, hvaða orð í faðir vorinu tekur mest pláss á prenti, þ.e.a.s. hvaða orð er með flestum stöfum?
Athyglisspurning
Nú ætla ég að sýna ykkur tónlistarmyndband með Steinda jr. við lagið Heima. Þetta er athyglisspurning, þ.e.a.s. þið þurfið að fylgjast grannt með hvað gerist í myndbandinu og svo kem ég með þrjár spurningar. Ef liðið sem svarar fyrst getur ekki svarað öllum spurningunum rétt segi ég „þetta er rangt“ og þá geta hin liðin reynt að fá svarréttinn. Þau munu þá bara geta svarað jafnmörgum spurningum og það vantar svar við. Þetta skýrir sig sjálft. Ef eitthvað lið svarar öllum þremur spurningum rétt fær það fjögur stig. Já, þetta er eins og í útsvari.
A)Hvernig eru golfbuxurnar sem Sölvi Tryggvason klæðist á litinn?
B) Með hverjum fær Steindi sér tekílaskot á barnum?
C) Hvaða fimm frægir poppsöngvarar koma fyrir í myndbandinu?
18. Þá spyrjum við um land. Þetta land gaf okkur 5 stig í nýafstaðinni Evróvisjonkeppni og er því í Evrópu eins og gefur að skilja. Landið er býsna fjölmennt en talið er að þar búi um 60 milljónir manns. Landið féll með skömm úr leik í riðlakeppni á HM í fótbolta síðasta sumar. Það á landamæri að Slóveníu, Austurríki, Sviss og Frakklandi. Hvert er landið?
19. Robert De Niro og Dustin Hoffman eru fínir leikarar en þeir ákváðu að skíta í heyið með því að leika í hinum ódýru en vinsælu myndum Meet the parents, fokkers og svo framvegis... Ég vil hins vegar vita í hvaða mynd frá árinu 1996 þeir léku saman sem var mjög góð. Kevin Bacon og Brad Pitt voru líka í aðalhlutverkum í þessari mynd sem fjallaði um strákahóp sem er misþyrmt illilega en gefst tækifæri til að hefna sín tíu árum síðar. Af nafni myndarinnar að dæma mætti ætla að strákarnir í hópnum hefðu verið mikið fyrir að fá sér blund.
20. Tveir textar: Þá spyr ég um tvö lög sem voru mjög vinsæl á sínum tíma. Svo vinsæl að ég þekki þau. Ég ætla að sýna textabrot úr fyrsta erindi í báðum lögum, og vil bara vita hvað lögin heita.
21. Allir ættu að þekkja teiknimyndirnar um Turtles. Foringi Turtles ákvað að skíra stökkbreyttu skjaldbökurnar fjórar eftir fjórum listamönnum. Einn hét Raphael, annar Donatello, þriðji Michelangelo og sá fjórði Leonardo. Ég vil hins vegar vita hvað foringinn hét.
22. Og ein svona pjúra íþróttaspurning... Hvaða þjóð varð evrópumeistari í knattspyrnu árið 1996.
23. Frá hvaða þremur löndum eru eftirfarandi þrjár bjórtegundir sem hægt er að fá í ríkinu? Fosters, El Grillo og Singha.
24. Hvað kostar að kaupa tvo bíómiða á Pirates of the Caribbean í kvöld kl. 11 samkvæmt almennri gjaldskrá í miðasölu Smárabíós?
25. Hvað er hvert horn sexhyrnings margar gráður?
26. Hvaða fylki Bandaríkjanna er stærst?
27. Þriggja stiga vísbendingaspurning:
A) Við spyrjum um Íslending. 3 stig í boði. Hann er fæddur sama ár og Ísland varð lýðveldi, sonur bandarísks hermanns og íslenskrar konu. Hann hefur unnið bæði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu. Hann er þó þekktari fyrir söng og hafa komið út þónokkrar hljómplötur með honum að syngja sín lög og annarra. Aðalstarf hans er samt allt annað.
B) Önnur vísbending. 2 stig. Um hann var eitt sinn sungið af bestu hljómsveit Íslands: „Ég er enginn rasisti, en ég myndi aldrei kaupa bíl af svertingja. Kýs Sjálfstæðisflokktittlinga fyrir bitlinga, hata kynvillinga, kann ekki rassgat á gítar en enginn fattar það.“
C) Þriðja vísbending. 1 stig. Maðurinn sem ég er að spyrja um hefur setið í fangelsi og reyndi við það tækifæri að fóta sig sem listamaður. Hann býr í Vestmannaeyjum og er afar umdeildur.