Þrautir Herkúlesar

Njóttu drykkjarins

föstudagur, apríl 04, 2003

ég var greinilega ekki sá eini sem lenti í skottferðalagi um helgina! tékkið á blogginu hans Atla Rokkbollasonar (a.k.a. ástin í lífi ónefndrar stúlku sem allir kannast við. A.k.a. gaurinn sem er alveg eins og Pípinn í LOTR...)
Sunnudagur (a.k.a. þynnkudagur, if jú nó vott æ mín (off kors jú dú)):

já, tókum til og vorum þunn! héngum á Akureyri þangað til við flugum. Munaði minnstu að ég yrði eftir, það var nebbla fullt í allar vélar, en fékk síðasta sætið!
Þar hafiði það! Ferðin var frábær og stemmning góð! Strax uppi hugmyndir um að fara aftur í bústað í páskafríinu, en við sjáum til!
laugardagur (ætti kannski frekar að vera "pottadagur", if jú nó vott æ mín):

já, vaknaði eftir 4 tíma svefn klukkan níu (ekki spurja hvernig það tókst, ég einfaldlega veit það ekki) og allir hinir líka! vorum í pottinum eða að spila allan daginn, nema sumir lögðu sig eða fóru til Akureyrar (föðurlandssvikarar) á meðan ég horfði á landsleik Íslands og Skota, en um þann leik segi ég bara eitt: "burt með Arnar Þór og Bjarna Þorsteins og Atla Eðvalds!".
Jájá, fékk mér fyrsta bjórinn með leiknum, en hann bragðaðist illa, sökum þynnku líklega. Ég gat þó alla vega klárað minn öfugt við Fannar sem kvartaði sáran undan magapínu. Svo var grillað og sjitt, og komu einhverjar fimm telpur í viðbót. Fegurð þeirra var takmörkum háð, utan einnar, sem var með geðveikan rass!

Svo var haldið á ballið í fimm manna mösdunni hans Hrólfs. En við vorum ekki fimm og við vorum ekki sex í bílnum, við vorum ellefu (hefðum verið 13 en Svenni og Rakel urðu eftir í bústaðnum.....). Þetta þýddi að þrír strákar fóru í aftursætið, þrjár stelpur ofan á þá, tveir strákar í skottið (þröngt helvíti), Hrólfur í bílstjórasætið og ég frammí með flotta rassinn oná mér. Þvílík heppni að við skyldum ekki vera böstuð! Ballið sökkaði, nema að Birgitta Haukdal var klipin í rassinn af einhverjum MS-gaur og það var gott mál. Fórum svo aftur upp í bústað, þá sjö talsins og til að virðast lögleg var ákveðið að 2 færu í skottið, ég og Fannar. Það var hræðilegt! Við fundum fyrir öllum misfellum í veginum, sáum nottla ekki neitt og þjáðumst af súrefnisskorti. Það bætti ekki úr skák þegar ég rak við, og hef ég sjaldan séð jafn mikið eftir einu prumpi. Við komumst samt lífs af en ég var með feitan hálsríg eftir þetta! Hann lagaðist samt í pottinum!

Hápunktur laugardagskvöldsins: sá módelið og aðra stelpu fara í hálfrar mínútu sleik með smá rassaklipum og látum! Svo gerði Krissi svoldið sorglegt; borgaði þeim bjór fyrir að fara í sleik við hann báðar í einu, frekar lásí!

Hápunktur laugardagsins: þegar við fórum nokkrir strákar, þunnir og myglaðir í göngutúr. Einhver fékk nebbla þá hugmynd að heilsa upp á fólkið í hinum bústöðunum. Sáum einhverjar stelpur og ætluðum að spjalla við þær aðeins, en þá kom einhver kona fram fyrir stúlknahópinn með kross og sagði orðrétt: "víkið burt, þið synir satans! Látið vera að spilla saklausum ungmeyjum og hypjið ykkur burt!". Kom svo í ljós að þetta voru einhverjir kirkjukrakkar og prestarnir þeirra....
jæja, búinn að ná mér eftir síðustu helgi! það var engin smá helgi!

Föstudagur: já, það var stress maður. Þurfti að hoppa með Fannari til Akureyrar (nú pælir einhver: "ha, þurftiru að hoppa? af hverju hljópstu ekki frekar?" En það að hoppa þýðir nefnilega að maður fær sæti ef flugvélin er ekki full, og fær að borga það ódýrara). Við fengum far klukkan hálftvö þannig að ég skippaði jarðfræði og hljóp út úr stærðfræðitíma (sem er miður, því stærðfræði er skemmtileg). Svo kom Sigrún frænka og pikkaði okkur upp á flugvellinum og skutlaði okkur í hina frábæru sundlaug Akureyrar. Við vorum þar í cirka fimm tíma, eða þangað til að ekki bara fingur og tær voru soðnar, heldur líka magi og brjóst. Þá fórum við og versluðum sjitt til að éta í bústaðnum og fórum svo með Sigrúnu og sóttum Bjössa og systur hans og fórum útí bústað (20 mínútna akstur). Hinir krakkarnir komu svona einum og hálfum tíma seinna, 2 stelpur og 4 strákar (hlutföllin miður skemmtileg). Það fór sælutilfinning um mann þegar fyrsta hvissið heyrðist, því vikan fyrir var búin að vera slatti mikið stress! kláraði þrjá um kvöldið og eikkað af smirnoff, og komst að því að áfengi og heitipottur fara ekki vel saman!

Stelpumál á föstudeginum: hmmm, önnur stelpan í bílnum var einhver Vinstri-græn kella. Eina sem hún vildi tala um var hvað Vinstri-grænir væru frábærir og ég nottla fokkaðist aðeins í henni og sagði henni að VG væru ekki að meika sens, Dabbi og félagar væru miklu betri! Hún snappaði, en svo þegar við vorum útí pottinum (og hún við hliðina á mér) byrjaði hún allt í einu eikkað að strjúka á mér lærið og sjitt, og ég bara "nei, ekki ég". Og hún bara "ha, nei, ég veit". Ok, ég er ekki alveg steingeldur, þetta var bara ömurleg beygla! En hin stelpan í bílnum er enginn smá gella (hún heitir Lilja)! Kom svo í ljós að hún er módel eða eikkað, þannig að ég ákvað að gleyma því.