Þrautir Herkúlesar

Njóttu drykkjarins

föstudagur, desember 27, 2002

sælinú! ákvað að blogga ekkert þessa 3 heilögu daga en nú er kominn þriðji í jólum svo ég er byrjaður aftur! Aðfangadagskveldið (þegar maður fær pakkana og það) var helvíti fínt, var bara með familíunni og ömmu, sem by the way er snillingur! Hún var svo fyndin maður! um svona hálfsjöleytið á aðfangadag þegar allir á mínu heimili voru að stressast með matinn eða meikið eða fötin (ég var nú bara að bora í nefið) og það var búið að skreyta allt voða fínt og lyktin af hamborgarahryggnum lá í loftinu, þá sagði amma þessa óborganlegu setningu; "Hvaða mánaðardagur er í dag"? Ég hélt ég ætlaði að drepast úr hlátri, en að alvarlegri málefnum. Ég var að bera saman stærðartölur, líklegt heildarverðmæti og að sjálfsögðu magn gjafanna í ár og gjafanna í fyrra og vitiði hvað? það er bæting! ég fékk fleiri pakka! flestir þeirra voru að vísu frekar slappir en fékk samt frábæra gjöf frá Dísu (United-bók og jólabindi), systrum mínum (spil sem heitir Ísland og sápu og svona) og mömmu og pabba (heví þægilegur heilsukoddi og svona svört sængurver sem eru ógeðslega þægileg!). Ættingjarnir stóðu sig ágætlega og var þar Lillý að gera góða hluti með nýja System of a Down disknum, en amma var líka góð með sængurver sem hún bjó til sjálf (pælið í dugnaðinum). Sibba var ekki að standa sig með einhvern asnalegan tindáta sem ég hef ekkert að gera með en Halli vinur hans pabba gaf mér bók sem ég ætla að skipta yfir í fullorðinstímarit! Kaupás (sem rekur Intersport) gaf mér geðveikt stóran konfektkassa sem ég ætla að skipta yfir í ársbirgðir af kók og bland í poka fyrir afganginn!

þriðjudagur, desember 24, 2002

hmmm, Aðfangadagur er eila runnin upp núna... og ég er ekki enn kominn í jólaskap! ég meina, þetta er ótrúlegt, ég hef alltaf verið svo mikið jólabarn. Það var fullt af skemmtilegu fólki að versla í dag (kannski fannst mér það af því það var síðasti dagurinn minn) en það kom samt ein kona sem eyðilagði allt! Hún var svo leiðinleg að mig langaði að rífa úr henni í hjartað og hafa sem hundamat eins og í Dumb 'n' Dumber! Svo fattaði ég að hún er örugglega ekki með neitt hjarta... meira að segja bossinn minn sagði að hana hefði langað til að handrota hana! ég held að ég sé ekki kominn í jólaskap allt út af þessari konu, en nóg um það. Við Elli (Johnson, heví góður gaur sem vinnur með mér) gerðumst góðir drengir og fórum og keyptum jólagjöf fyrir Eydísi (verslunarstjóra) til að fá feitari launahækkun um áramótin. Það var nú sniðugt hjá okkur! Svo er jólagrautur eldsnemma í fyrramálið hjá ömmu og afa, hmmm, það verður öruggleg heví næs samt. Ég blogga væntanlega ekkert á morgun þannig að; GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN OG NJÓTIÐ NÚ JÓLANNA Í BOTN, ÞIÐ EIGIÐ ÞAÐ ÖRUGGLEGA SKILIÐ!

sunnudagur, desember 22, 2002

fucking snilld maður! tékkið á ÞESSU! ég þekki gaurinn, hann heitir Ari og var með mér í skóla maður! djöfull er hann steiktur.
Vá hvað þetta var löng grein! heyrðu svo er fólk að spurja mig hvort allt sem ég segi á þessu bloggi sé rétt, bara svo þið vitið það þá lýg ég aldrei! Allur texti sem hér er ritaður er staðreyndir frá upphafi til enda!
Jæja, þá er ég búinn að eignast fyrstu breiðskífuna með Quarashi... það er ekki hægt að fá hana í búðum lengur en stelpa sem er að vinna með mér skrifaði hann fyrir mig! wow, jólin byrja snemma í ár. Ég átti í mestu erfiðleikum með að komast í vinnuna í dag. Það var svo mikið af fúlu fólki í Smáralindinni í dag að það var ótrúlegt, og svo var eins og allir væru með blý í löppunum. Eftir mikla pústra, hrindingar og átök komst ég loks inn í Intersport og gat byrjað að sýna fólki hvaða hlaupaskór væru bestir, og hvaða fótboltaskór væru ódýrastir. Ég er nebbla alltaf í skódeildinni þegar ég er að vinna en er nottla alltaf til í að hjálpa fólki annars staðar í búðinni. Ég hata samt þegar fólk er að spurja hvaða barnagallar séu vinsælastir... ég meina, hvernig í andskotanum á ég að vita það? lenti í þessu í dag maður, shit hvað það var ömurlegt! Ég: "er eikkað hægt að aðstoða ungfrúna?" Ungfrúin (í afar fýldum tón): "já, hvað er svona vinsælast hjá 8 ára stelpum í dag?" Ég: "hvernig í andskotanum á ég að vita það? helduru að ég sé eikkað að fylgjast með því?" Ungfrúin (svoldið brugðið greinilega): "bíddu vinnur þú ekki hérna?" Ég: "jú, en helduru að mér sé ekki alveg skítsama um hvað sé í tísku hjá 8 ára stelpum?" Ungfrúin:" jú, auðvitað... hvað finnst þér að ég ætti að taka?" Ég (rétti henni rauðan nike-galla): "ég mæli með þessum því það er svo gott efni í honum og það er svo auðvelt að þvo hann!" Ungfrúin: "já, hvaða stærð helduru að sé best?" Ég: "X-LARGE! þær vilja hafa þetta svo vítt!" Ungfrúin: "ég tek hann þá, þakka þér kærlega fyrir aðstoðina!" Ég: "já, vantar þig eikkað fleira? heila?" svo labbaði ég bara í burtu... djöfull var þetta leiðinlegt maður, shit! Ef ég verð spurður svona aftur þá hleyp ég í burtu! En ég náði samt að selja gallann!