Þrautir Herkúlesar

Njóttu drykkjarins

föstudagur, janúar 03, 2003

hmmm, ég held að þetta blogg gefi ekki alveg rétta mynd af mér... ég meina ég veit alveg að útlitið kemur að innan! nei, bara að djóka. Hver ætli trúi því nema skeggjaðar kellingar með algjörlega óbælda sjálfsmynd?
hmmm, ætti ég að stofna hljómsveit? ég meina, þessir gaurar vaða í suddagellum hægri vinstri! ég kann að vísu ekki á neitt hljóðfæri nema smá á blokkflautu... kannski er til rafmagnsblokkflauta sem hægt er að rokka með. Svo gæti ég nottla bara verið söngvarinn í hljómsveitinni, það væri sniðugt! ef eikkurir vilja spila í hljómsveitinni þá skrifiði í spjallið eða sms-ið til mín. Inntökuskilyrðin eru einföld; annað hvort þurfið þið að vera mjög góð á hljóðfæri og að vera með aðstöðu í bílskúrnum ykkar, eða vera svaka hot gellur! Athugið að ég tek gellur fram yfir talent!

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Jæja, var að sjá Hringsins herra (LOTR2) og hún stóðst nú alveg væntingar! ég sá hana í lúxussal og það var heví næs nema gaurinn við hliðina á mér var með eikkura andarteppu (hann alla vega andaði skringilega) en hann dó fyrir hlé þannig að eftir hlé var alveg fullkomið. Ég var að vísu alveg að míga á mig síðasta hálftímann en bjargaðist sem betur fer! Fyrir hlé er myndin rólegri en ég hélt en eftir hlé stigmagnast hún svo og endar í algjöru uppgjöri. Mér þótti verst að Aragorn (aðalgaurinn með svarta hárið) skyldi deyja, hann sem var svo mikill líder. Gimlé (dvergurinn) var heví fyndinn og myndin í heild fyndin og spennandi. Það var samt líka slæmt að það var ekkert kynlíf í myndinni, en barmurinn á álfakonunni var sýndur í góðum fókus! Mæli með myndinni fyrir alla sem ætla að vera viðræðuhæfir þegar skólinn hefst að nýju, hvenær er það eila?

miðvikudagur, janúar 01, 2003

jæja, LOTR í kvöld! það verður gaman, gleðilegt nýtt ár alle sammen og takk fyrir liðið! ég er hjá Jóa núna og hann biður að heilsa öllum! veit ekki alveg hvenær skólinn byrjar, ef einhver veit þá msg/me í 8677076!

þriðjudagur, desember 31, 2002

ætli það sé í lagi að blogga í vinnunni? ég meina, ætli það séu einhverjar reglur í reglugerð Kaupáss sem segja; á meðan á vinnutíma stendur er með öllu ólöglegt að blogga! sá sem það gerir verður tafarlaust rekinn og látinn greiða 50.000 af launum sínum í miskabætur". Ég veit ekki, og ég veit ekki heldur hvað miskabætur þýðir nákvæmlega. Þetta var pistill dagsins, ég þakka þeim er hlýddu.