Þrautir Herkúlesar

Njóttu drykkjarins

laugardagur, desember 14, 2002

Nikótínfíkillinn hún Krissa er eikkað að tjá sig um mig á síðunni sinni... hún segir óbeint að ég sé hinn mesti nagli og hana langi helst af öllu í heiminum til að fara heim með mér og tefla skák við mig, það var alla vega það sem ég las á milli línanna... og já, svo virtist hún vera að reyna að koma því á framfæri að hún væri bæjari, shit maður því hefði ég aldrei trúað! svo er hún eikkað að tala um Kringluferð með vinkonum sínum í dag og endaði á ýkt fyndri setningu; "Við þvældumst eitthvað um Kringlunna eins og illa gerðir hlutir þangað til við drulluðum okkur allar til síns heima", ég hef nú bara aldrei heyrt um hluti sem ÞVÆLAST UM, hversu illa gerðir sem þeir eru... ég held að fólk geti bara STAÐIÐ eins og illa gerðir hlutir (en kannski er ég heimskur). Systir mín átti ammæli í dag, mamma á morgun og pabbi á sunnud. = mikið af kökum fyrir mig næstu daga! sá Die Another Day með Pierce Brosnan og brjóstunum á Halle Berry í aðalhlutverki áðan með Dísu! Góð brjóst og góð mynd verð ég að segja! en Halle Berry má eiga það að hún er líka mjög góð leikkona!

föstudagur, desember 13, 2002

jæja, þá eru helvítis jólaprófin búin! listi yfir afrek dagsins: vakna klukkan sjö (sem er afrek eftir að hafa sofnað klukkan þrjú), taka dönskupróf, spila CS og sjá um barnaafmæli systur minnar sem er einmitt 10 ára í dag, hamingjuóskir og gjafir vel þegnar. Dísa er í heimsókn núna, en ég er svo antisósialískur (það er orð sko) að ég er bara að blogga á meðan... Julie var eikkað að spurja mig hvort ég vildi koma inn á klósett í dag, shit maður, ég held hún sé með kynlíf á heilanum eða eikkað. Ég mætti meira að segja of seint í prófið... ég hef voða litlar áhyggjur af dönskunni þar sem ég hef átt leynilega ástarfundi með Guðrúnu kennara allan minn námsferil í MH, og hún er þvílík gella skal ég segja ykkur, þó hún líti ekki út fyrir það!

fimmtudagur, desember 12, 2002

jæja, fór í spænskupróf áðan og hitti Þóru... spurði hana hverjar þessar Katrín og Birna væru og það sem hún gat sagt mér var að Birna er dökkhærð og Katrín ljóshærð (eða var það öfugt?), það hjálpaði ekki nóg því hef ekki enn hugmynd um hverjar þetta eru! Spænskan gekk fínt og ég spái 9 eða 8... Siggi Hjartar (kennari og eigandi Reðursafns Íslands) var bara að labba um og spurja hvort þetta væri ekki skemmtilegt próf og svona, góður gaur maður. Ólesni textinn var um Winonu Ryder og ránið sem hún er ákærð fyrir, ég fylgist svo vel með slúðrinu að ég vissi allt bara! Julie franska (vinkona mín) sagði að henni þætti asnalegt að vera með svona blogg (djöfulsins fordómar) en hún var líka að tala um hvað hana langaði að gefa mér gott rimjob og eikkað, ég held hún hafi verið að reykja eikkað! En ég gat nottla ekki hafnað svona tilboði. Þeim sem finnst það rangt af mér, setjið endilega inn komment!

miðvikudagur, desember 11, 2002

hey, það er geðveikt skondin og skemmtileg stelpa sem heitir Katrín og hún er barasta helvíti virkur bloggari. Tékkið endilega á blogginu hennar, það er meira að segja minnst á mig þarna einhvers staðar neðarlega á síðunni;) ég er búinn að læra spænsku í 20 mínútur samtals í dag! en ég hef mínar ástæður... í fyrsta lagi vaknaði ég ekki fyrr en klukkan kortér yfir 2, svo tekur það mig alltaf að minnsta kosti 2 tíma að vakna almennilega! Það var líka leikur hjá Manchester á Sýn áðan og ég sá þá taka Deportivo svoleiðis í ****gatið. Ég er viss um að þeir finna til þegar þeir setjast greyin, eftir þessa meðferð! Nistelrooy skoraði bæði og liðið í heild var frábært eins og það hefur verið í síðustu leikjum!
svo er bara spænska á morgun og danska á föstudaginn og vinna á laugardaginn og svo alla daga fram að aðfangadegi en þá er frí hjá mér. Ég var að fara yfir vinnuplanið með bossinum og ég verð að vinna frá 12-22 eða 13-22 alla dagana nema á Þorláksmessu þegar það er opið til 23. Eins gott að maður fái feitan launaseðil um mánaðamótin! en best að fara að læra, Siggi Hjartar (kennarinn) sagðist nebbla mundu gráta og líða illa á sálinni ef einhver félli í spænsku hjá honum!
það er svona jólaleikur á vit.is og ég tók þátt! þið getið kosið logoið sem ég bjó til með því að smella hér og fara í "afþreying" sem er efst í miðjunni á skjánum, svo smellið þið á "tónar og tákn" þarna lengst til vinstri og svo "áfram á tóna og tákn". En þetta er ekki búið því svo smellið þið á "póstkort" og veljið "efnisflokkar". Af efnisflokkunum veljið þið svo "jólaleikur 2002" og þar er logoið mitt næstneðst... það heitir Góð rokkjól! þið gefið því einkunn með því að ýta á stjörnurnar! þetta eru engar smá leiðbeiningar;) ef þið nennið ekki að fylgja þeim eftir getið þið líka ýtt hér en munið að mitt logo er næstneðst!

þriðjudagur, desember 10, 2002

úff, púff, lúff, kúff, fór í 2 stærðfræðipróf í dag og svo að vinna um leið og ég var búinn = erfiður dagur! fyrra prófið (stæ403) var klukkan 9 og var shitty erfitt, miklu erfiðara en ég bjóst við. Til að drepa tímann fram að hinu prófinu (stæ313) klukkan 1 ákvað ég að skella mér yfir götuna og heilsa upp á hálfbróður minn, konu hans og börnin þeirra! það var bara fínt, að vísu var strákurinn næstum búinn að æla yfir mig þegar ég var að reyna að fá hann til að hlæja... ohh, börn! jæja, svo var ég kominn upp í MH klukkan svona hálfeitt og var bara í góðu tjilli þangað til bjallan hringdi... en wow, allt í einu fattaði ég að ég var ekki með vasareikninn minn (sem er mjög mikilvægur í stærðfræðiprófum). Ég leitaði að honum með aðstoð Sigrúnar austurrísku (prýðiskona kellan sú) í svona 2 mínútur en fann hann nottla ekki. Kom í prófið útúr stressaður og reiður en talaði bara við Þórarinn kennara og hann sagðist mundu plögga þetta. Svo kom hann með vasareikninn sinn eftir 5 mínútur og ég kláraði prófið með stæl skal ég segja ykkur! Fann svo vasareikninn minn því Jón Kristján sá hann einhvers staðar (hann náði ekki að gera síðustu blaðsíðuna í prófinu, letinginn atarna). Svo fór ég að vinna og það var bara leiðinlegt fólk að versla með leiðindasvip fyrir utan einn eldsprækan kall og ein eldri hjón sem gengu út með snjóbretti, brettaúlpu, hanska, húfu, snjóbuxur og skó... þvílíkt ofdekraða ömmubarn sem fær þetta maður! Nú er ég að fara að horfa á Fóstbræður og hafa gaman! Lifið heil og gætið ykkar á myrkrinu... já, og svo getið þið commentað núna með því að smella á spjalla krakkar!!! eða eikkað svoleiðis (hef þetta skýrt svo amma skilji þetta), þvílíkur munur!

mánudagur, desember 09, 2002

ekkert blogg í dag, 2 próf á morgun! en þangað til getið þið komist að því hvort þið eruð gay eða ekki!
söpp mæ hómís? ég lærði í allan dag... nei, trúði þessu einhver? ég vaknaði við stjórann sem hringdi og var að biðja mig um að koma að vinna... ennþá í svefnrofunum svaraði ég því til að það væri nú lítið mál (heimski heimski ég!) en það var líka algjör neyð eins og hún sagði... hún ætlaði líka að bæta á mig nokkrum tímum í staðinn! En þegar ég kom heim fór ég að læra stærðfræði og það gekk bara ágætlega, held ég fái örugglega 8 eða 9 í þessu! Og já, gleymdi einu. Þóra (helmingurinn af "Birnu og Þóru tvíeykinu") hætti sér í Intersport í dag til að heilsa upp á mig... hún er með einhverja fóbíu gagnvart íþróttum og öllu þeim tengdum svo að þetta var stórt skref fyrir hana. Átti við hana innihaldsríkar samræður sem voru eitthvað á þessa leið... Þóra: hæhæ, langaði bara að heilsa upp á þig af því að þú ert svo fullkominn. Sindri: já, ég er eila að vinna, viltu drulla þér. Þóra: já, ekkert mál, bíddu vá ertu búinn að vera í ræktinni eða? Sindri: ehh, má ég tala við þig á eftir. Þóra: anytime hon. Neinei, samræðurnar voru mjög skemmtilegar og innihaldsríkar... hún var með einhverri vinkonu sinni en var ekkert að hafa fyrir því að kynna okkur:( ókurteisinginn hún Þóra! Við erum 2 vakandi, ég og systir mín kæra (Anna Pála). Ég sagði henni að ég þyrfti frið til að blogga svo að hún er farinn að sofa núna. Ég bjó til lista yfir orð sem lýsa henni vel: ofstækisfull (ok, ég veit ekki hvað það þýðir en kúl orð samt), treggáfuð, ljóshærð (MJÖG ljóshærð), húmorslaus og stundvís. En ég virði hana þrátt fyrir vankanta hennar!

sunnudagur, desember 08, 2002

listi yfir afrek dagsins (óvenju langur að þessu sinni): vaknaði við byssuhvelli úti á götu (tough hood), skreiddist með sængina inní sófa og horfði á leikinn... eftir leikinn setti ég upp seríur í húsinu og það tók langan tíma og kostaði blóð, svita og tár... þá var klukkan um fjögur svo ég ákvað að gera ekki neitt í svona 2 tíma nema labba um íbúðina og rannsaka áður óþekkta staði, það var ekki jafn gaman og ég bjóst við en ég fann gamla tyggjóið mitt frá því um síðustu helgi og 532 krónur og tvær evrur undir sófanum... klukkan 6 fór ég aðeins í tölvuna og svo var pítsutími kominn! ég horfði svo á Friends á meðan ég passaði systur mínar frá 8 til 2 um nóttina, það er góð leið til að svæfa börn! ég horfði að vísu líka á Popppunkt á Skjánum og sá Ham taka eikkura sveitaballahljómsveit í rassgatið! þeir hljóta bara að vera með verki, þetta var svo harkalegt!
svefn er undirstaða góðs árangurs í lærdómi og þess vegna ætla ég að sofa út á morgun... svo lengi sem það verður engin klíkuslagur fyrir utan gluggan hjá mér!
Fyrir ykkur sem búið í helli á Mars og einu samskipti ykkar við umheiminn eru í gegnum bloggið mitt eru hér fréttir dagsins:
Man.Utd. vann Arsenal sannfærandi 2-0 í dag á Old Trafford. Verón skoraði fyrra markið á 22. mínútu og Scholes gulltryggði sigurinn einhvern tímann í síðari hálfleik. Allt United liðið var frábært í alla staði en Arsenal voru ömurlegir og geta ekki rassgat og mega rotna í helvíti fyrir mér... neinei, þeir eru ágætir en þeir áttu samt aldrei séns í mína menn. Menn leiksins voru að mínu mati; G.Neville, Brown, Silvestre, O´shea, Verón, Solskjær, Giggs, P.Neville, Nistelrooy og Barthez. Aðrir virtust ekki kunna knattspyrnu. En Snorri Sturluson lýsti leiknum beint á Sýn og hann var ömurlegur. Meira að segja ömmu fannst það, hún sagði að hann væri fíbbl og afglapi og hefði ekki rassgats vit á fótbolta, en það var kannski bara til að sýna samhug... hún orðaði þetta að vísu öðruvísi minnir mig en hún meinti þetta.

Snorri hélt alla vega pottþétt með Arsenal... hér eru nokkrar setningar sem hann sagði; "og United skorar (frekar fúll svona), já þetta kom mjög á óvart, nei bíðum við, já, þetta hefði átt að vera rangstaða og hendi... hvaða helvítis hálfvitar sjá eiginlega um dómgæsluna í þessum leik..." og annað dæmi: "og Cygan kastar sér hetjulega en Solskjær þykist detta eins og aumingi, hann á skilið rautt spjald þetta Norsarahelvíti..." mín útgáfa hefði verið svona; "Cygan fer í glórulausa tæklingu og er nálægt því að fótbrjóta Solskjær, hann á skilið 4 rauð spjöld og 3 gul!"

En leikurinn var ágætis skemmtun eftir að ég fann fjarstýringuna og gat lækkað í þessu fíbbli sem Snorri er... ég þoli ekki hvað íþróttafréttamennirnir á Sýn eru slappir!