Þrautir Herkúlesar

Njóttu drykkjarins

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Íslendingar töpuðu í snjókasti á mót Eistum í dag 2-0. Arnar Gunnlaugsson var langbestur Íslendinga en heimakletturinn Hermann Hreiðars var líka góður. Reyndar sá ég bara fyrri hálfleik og hann var sá leiðinlegasti sem ég hef nokkurn tímann séð! Í hálfleik sofnaði ég og vaknaði ekki fyrr en klukkan var orðin sjö og ég átti að vera mættur á starfsmannafund. Mætti þess vegna aðeins of seint en held samt að ég verði ekkert rekinn. Það er kominn nýr yfirmaður og hann er þvílíkt strangur.. eða það er alla vega orðið á götunni!
Í skólanum í dag var alveg ótrúlega gaman! nei, reyndar var bara ekki rassgat gaman nema í dönsku... danska er eina skemmtilega fagið. Þeir sem eru ekki sammála eru bara fíbbl og afglapar... Það er ein og hálf vika í jólapróf:( best að fara að undirbúa sig... stórefast samt um að ég falli í einhverju en maður veit aldrei...

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Það er einhver busastelpa með miklu flottari bloggsíðu heldur en ég. Hún heitir Sigurbjörg held ég en hún kallar sig alla vega Sigga E. Kannski getur hún tekið mig í kennslustund... ég lærði nýtt orð í dag hjá Elínu Pé (eins og hún er alltaf kölluð) en hún er einmitt hætt að reykja og ég tel mig eiga mikinn þátt í því. Alla vega, orðið er búkaka, það er svo dónalegt orð að þeir sem eru yngri en 84 ára ættu alls ekki að smella á það! Klukkan er orðin margt og mikið að gera á morgun; mæta í skólann, horfa á landsleikinn klukkan fjögur, fara á starfsmannafund hjá Intersport klukkan sjö og svo á fyrstu fótboltaæfinguna í þrjár vikur klukkan hálftíu eða hálfellefu (man það ekki alveg)

mánudagur, nóvember 18, 2002

Leikurinn í gær endaði 1-1 fyrir þá sem ekki vita. Sóknarbolti minna manna var til háborinnar skammar eftir að Nistelrooy skoraði. Kenni engum einum um þetta tap, Verón var samt drullulélegur og greinilegt að liðið saknar Keane sárt. Beckham var ekki heldur með og talið að hann verði meiddur í 3-4 vikur. Það er alveg hræðilegt þar sem næstu leikir hjá United í deildinni eru á móti Arsenal og Liverpool og einnig eru tveir mikilvægir leikir í 16 liða úrslitunum í Meistaradeildinni.
Hafið er klassamynd! ég hef ekki hugmynd um hvað í andskotanum ég get eiginlega sett út á hana. Hún er bæði ótrúlega fyndin og hádramatísk. Leikararnir eru allir að meika það í þessari mynd, en mér fannst eiginlega gamla konan með heyrnartólin best. Teljarinn er kominn upp í 43 hjá mér, ég er alveg klökkur, þetta er næstum því tuttugu og tvisvar sinnum hærri tala en ég hafði reiknað með á svona skömmum tíma:)

sunnudagur, nóvember 17, 2002

Það er hálfleikur hjá United og West Ham. Mér finnst nú mínir menn (United) betri en Hamrarnir eru með hættulegar skyndisóknir! Nistelrooy potaði einu rétt fyrir leikhlé (gaurinn er besti potari í heimi, ég sver það) eftir góða sendingu frá ofur-varamanninum norska Ole Gunnar Solskjær (sem reyndar byrjaði inná). Ég er að fara að baka vöfflur núna til að éta í seinni hálfleik, vona að það takist! svo er bíó í kvöld... ég ætla að skella mér með vinkonu minni (Dísu) á hina margverðlaunuðu mynd Baltasars og Ólafs Hauks, Hafið. Reikna með að hafa gaman að því en fæ mér stóra popp og stóra kók til öryggis ef mér skyldi nú fara að leiðast.