Þrautir Herkúlesar

Njóttu drykkjarins

sunnudagur, mars 23, 2003

úff, ég er með hjúds marblett á mjöðminni! ég var nebbla í heimsókn hjá litla frænda mínum, og hann stóð í þeirri trú að hann væri geitapabbi... og eins og góðri geit sæmir, var hann sífellt að stanga út í loftið með einhverja trommukjuða á hausnum. Og honum tókst að láta mig fá marblett, sem er vel gert því krakkinn er þriggja ára! Þetta er uppáhalds frændinn minn og hann er mikill snillingu, en því miður er hann að fara að flytja til Flórída núna í vor. En djöfull ætla ég að kíkja á hann næsta vetur eða eikkað!

Sá sem getur sagt mér hvernig maður setur myndir inn á bloggið sitt (og ekki eikkað að linka á síðu með myndum) fær kók og prins póló!
Hvað er málið með að sniðganga bandarískar vörur? fyrst að það þýðir að maður megi ekki drekka kók, þá finnst mér þetta hræðileg hugmynd! Já, ég er með stríði við Írak, ég sé ekki aðra leið til að koma Saddam frá völdum en það finnst mér að verði að gera! árásin er vel skipulögð með það í huga að sem fæstir láti lífið, enda markmiðið að laga lífsaðstæður Íraka til muna. Þó finnst mér illa að málum staðið hér á Íslandi, og með öllu fáránlegt að Ísland skuli vera á þessum margumtalaða lista (yfir stuðningslönd við árásina) þegar 90% þjóðarinnar eru á móti stríðinu. Líka fáránlegt hvernig utanríkisráðherrann er að höndla þetta og svona!

föstudagur, mars 21, 2003

hmmm, ég er að huxa um að byrja aftur... þetta er ástæðan fyrir því að ég byrjaði aldrei að reykja, ég myndi aldrei geta hætt! já, svo er Þorgrímur Þráins líka ædolið mitt.
Ég hjálpaði Uglu (a.k.a. stelpan sem er að gera handahlaup í fríminútum) og Birnu (a.k.a. stelpan sem heldur að hún sé svo merkileg að hún þurfi bara að borga mér 45 krónur á tímann fyrir vinnu mína) eikkað smá að koma sér upp bloggi, og það er svoldið merkilegt að þær skildu velja sér eins template... þær eru samt frekar latar við að blogga! Aðra sögu er að segja af Ragnheiði (a.k.a. stelpan sem hélt að ég gæti gert IB-stærðfræðiverkefni á einum sólarhring en skjátlaðist hrapalega) sem hefur alltaf eikkað merkilegt að segja! svo er Sandran líka byrjuð að blogga, eikkað af því hún heldur að maður verði sjálfkrafa költ, kúl og svalur af því...

búið að vera massíft að gera í skólanum, próf í öllu bara! fékk sjöu í jarðfræði hjá Páli Ismabanal, a.k.a. mesta fíbbl í heimi og ömurlegasti kennari sem uppi hefur verið, svo fékk ég 8,3 í efnafræði, sem er geðveikt því hæsta var 8,8 og meðal var rétt undir 5! gerði líka fyrirlestur um hvalveiðar með Svenna (a.k.a. maðurinn með slöppustu myndina í skaramúss fyrir utan mig og Helgu) í ensku, gekk vel en ekki í spænskufyrirlestrinum... nennti engan veginn að æfa mig fyrir það, og vissi svo ekkert hvað ég átti að segja! fæ einkunnirnar seinna...

Svo ætla ég að fara í bústað um næstu helgi á Akureyri (a.k.a. staðurinn þar sem átti að geyma Saddam Hussein ef hann gæfist upp og leyfði Bush að handtaka sig, samkvæmt öruggum heimildum frá röddunum í hausnum á mér)! nú er kannski einhver að huxa, "Akureyri, hvað í andskotanum er hann að gera þangað?", en málið er að söngvakeppni FF er haldin þar! þetta verður rosalegt!
Verst að það eru örugglega allir hættir að kíkja á þetta blogg, fyrst ég sagðist vera opinberlega hættur... mæ bedd, mæ bedd