lenti í frekar fyndnu í dag! fór á Select í kaffinu mínu í vinnunni til að fá mér ostapylsu með kartöflusalati. Nema hvað, að þarna voru svona 10 fullorðnir að borða alls konar pylsur. Ég var bara eikkað að borða pylsuna mína og heyrði svo um hvað þau voru að tala..."nei, við getum ekki notað þannig, þá dettur pylsan í sundur", "en ef við notum annars konar brauð, eitthvað hollara?", "já, það mætti skoða það á næsta fundi". Þarna voru sem sagt komnir saman yfirmenn Select stöðvanna til að ræða á háalvarlegum nótum um hvaða pylsur væru að meika það, og hvað mætti koma nýtt inn. Ég næstum drapst úr hlátri!
laugardagur, febrúar 22, 2003
ef svo ólíklega vill til að einhver getur svarað öllu rétt fyrir lok mánudagsins næstkomandi mun ég sjálfur koma og færa þeim aðila kökuna og mjólkina! Eftirtaldir aðilar styrktu þessa keppni; Anna Pála systir mín (hún veit að vísu ekki af því, svo ekki segja henni) og sá sem sér um mjólkurinnkaupin hér heima (held að það sé pabbi).
nýr dagskrárliður á blogginu mínu! já, þið lásuð rétt, ég ætla að fara af stað með spurningaleik og fyrstur til að svara öllu rétt fær stóra ameríska og mjög svo girnilega súkkulaðibitaköku og e.t.v. mjólkurglas. Spurningarnar eru 10 og skal þeim svarað í kommentz, eða á hotmail (doktorsindri@hotmail.com) ef fólk vill fara leynt með þetta... Spurning 1: Hvers lensk er mamma mín í raun og veru? Spurning 2: Hvað heitir markvörður íslenska landsliðsins? Spurning 3: er ég fíbbl innst inni? Spurning 4: hver er hornasumma þríhyrnings? Spurning 5: Þegar ég horfi út um gluggann minn sé ég ekkert fjall, hvaða fjall er það? neinei, barað grínast... Spurning 5 (for real): Hvar vinn ég og hver er nýjasti samstarfsmaður/kona minn/mín? Spurning 6: hvora myndi ég velja, J Lo eða Kylie Minogue? Spurning 8: er hægt að kalla mig perra, bara af því að ég gerði fyrirlestur um Jennu Jameson? Spurning 9: einn af mínum uppáhalds leikjum er þjálfaraleikur. Ég kalla hann CM en hvað heitir hann (fullu nabbni altså)? Spurning 10: hvernig segiru "viltu sofa hjá mér" á frönsku?
föstudagur, febrúar 21, 2003
Hvað haldiði? Ragnheiður í leikfélaginu er komin með blogg! stelpan er rosaleg, amma hennar er rosaleg, hundurinn hennar er rosalegur og þar af leiðandi er bloggið hennar alveg rosalegt! hvet alla til að tékka á því af því að ég fæ borgað fyrir alla sem smella á linkinn minn...
Árshátíð MH var í gærkveldi (fyrir ykkur sem undrið ykkur á hversu snemma þetta er ritað, þá er það alfarið Dísu í vinnunni að kenna!). Dagurinn byrjaði samt á því að ég fór á Gettu betur og sá MH taka Verzló og flengja þá ærlega! ég veit ekki hvaða lið á að stoppa Jónas, Önnu Pálu og Andra í þessum ham. Svo keypti ég mér jakkaföt fyrir kvöldið og varð svo samferða Fannari í party hjá Krissa. Það voru ENGAR stelpur í partyinu þannig að við létum okkur fljótt hverfa og fórum í party hjá Tinnu (vinkonu Krissu og Höllu). Það var mun betra og þar gerðist ýmislegt sem ekki verður haft eftir hér. Svo fór ég á ballið og þvílík stemmning! Rottweiler voru virkilega góðir og ég missti næstum röddina við að rappa með þeim! fékk hana samt alla aftur áður en sjálfir Stuðmenn stigu á stokk! Sem sagt, mjög skemmtilegt kvöld en í minningu er ballið sveitt og blautt...
já, svo fór ég á MH-leikritið á miðvikudaginn, Örlagasystur, og skemmti mér frábærlega! leikritið fjallar, í mjög svo grófum dráttum, um lífið í ríki einu þar sem vondur hertogi ræður öllu, en þrjár nornir búa líka í ríkinu og ætla að steypa honum af stóli. Ég segi ekki annað en að Ugla (A.K.A. MC Ugly), Halla (A.K.A. Hallgerður langbrók) og stelpan sem ég veit ekki hvað heitir, voru alveg frábærar sem nornirnar! Mjög mikil tilfinning í þessu hjá þeim og svona (dísus, ég ætti nú bara að gerast leikhúsgagnrýnandi). Svo var hertoginn alveg magnaður og fíbblið líka. Aðrir voru mjög góðir og vil ég þar sérstaklega nebbna Katrínu, sem kom með góða og fyndna innkomu sem ritari hertogans, og líka gaurinn sem lék liðþjálfann! Alla vega mæli ég með að allir sem eru ekki búnir að sjá þessa leikhúsperlu, og líka þeir sem eru búnir að sjá hana, skelli sér á sýninguna á laugardagskveldinu klukkan 8 að staðartíma.
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
ég representa FM-hnakka útum allan bæ/ hætti ekki að sýnast fyrr en toppi tjokkólistans næ/ ég er alltaf að fara´ í gymið/ og fæ mér protein bar/ og fer líka oft í swimmið/ er með enskusletturnar/ kauðinn um kauðann frá kauðanum til kauðans/ sættið ykkur við það, ég er fokking tjokkó dauðans/ tjilla ekki annars staðar en í ljósaofni/ tjilla svo lengi að ég og hægðirnar mínar virðumst af sama kynstofni..... úff, ekkert smá erfitt að rappa á íslensku! þetta er líka frekar fatlað að lesa þetta þegar maður er ekki með lagið...